Mærir starfskrafta og samfélagssýn Þórðar Snæs

Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og stjórn þingflokksins bera ábyrgð …
Guðmundur Ari Sigurjónsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og stjórn þingflokksins bera ábyrgð á ráðningu Þórðar Snæs Júlíussonar í starf framkvæmdstjóra þingflokksins. Guðmundur og Þórður munu vinna þétt saman í Smiðju og víðar innan veggja Alþingis. Guðmundur segir sátt ríkja um ráðningu Þórðar innan þingflokksins. Samsett mynd/mbl.is/Hákon

„Mér finnst mjög dýr­mætt að fá hans starfs­krafta inn til þing­flokks­ins. Hans reynsla, þekk­ing og sam­fé­lags­sýn held ég að muni nýt­ast þing­flokkn­um afar vel,“ seg­ir Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son, þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar en stjórn þing­flokks­ins hef­ur gengið frá ráðningu Þórðar Snæs Júlí­us­son­ar í starf fram­kvæmda­stjóra þing­flokks­ins.

Þórður Snær skipaði þriðja sæti á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í alþing­is­kosn­ing­un­um og var kjör­inn á þing. Hann ætl­ar þó ekki að þiggja sætið.

Trú­verðug­leiki tapaðist

Ástæðan er skrif fjöl­miðlamanns­ins fyrr­ver­andi á blogg­inu „Þess­ar elsk­ur“ sem hann hélt úti árin 2006-2007 en fyrst var fjallað um bloggskrif­in í Spurs­mál­um á mbl.is. Skrifaði Þórður und­ir dul­nefni óviður­kvæmi­leg­ar grein­ar um kon­ur sem hann sagði m.a. vera lævís­ar, mis­kunn­ar­laus­ar, und­ir­förl­ar tík­ur.

Skrif Þórðar vöktu mikla at­hygli og þótti mörg­um rétt­ast að hann stigi til hliðar. Kristrún Frosta­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði skrif­in eng­an veg­inn end­ur­spegla stefnu flokks­ins sem hefði verið í far­ar­broddi á sviði jafn­rétt­is­mála og að hann ætti að skamm­ast sín. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ráðherra, sagði Þórð þurfa „að hreinsa þetta al­menni­lega upp til að end­ur­heimta trú­verðug­leika sinn“.

Úr Spursmálum mbl.is þar sem Þórður var spurður spjörunum úr …
Úr Spurs­mál­um mbl.is þar sem Þórður var spurður spjör­un­um úr vegna skrifa frá gam­alli tíð. Skrifa sem urðu til þess að hann afþakk­ar þing­sæti. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

Eft­ir­lét næstu konu á lista sætið

Tveim­ur vik­um fyr­ir kosn­ing­ar til­kynnti Þórður Snær að hann myndi ekki taka sæti á þingi yrði hann kjör­inn. Í yf­ir­lýs­ingu kvaðst hann bera alla ábyrgð á þeim bloggskrif­um sem hefðu birst og að hann skammaðist sín djúpt fyr­ir þau.

„Nú er mér ljóst að áfram­hald­andi vera mín á lista er til trafala og er mörg­um þung. Þess vegna til­kynni ég hér með að ég mun ekki taka þing­sæti hljóti ég slíkt í kosn­ing­un­um eft­ir tvær vik­ur held­ur eft­ir­láta næstu konu á list­an­um sæti mitt,“ skrifaði Þórður.

Góð ráðning

Guðmund­ur Ari seg­ir að sem þing­flokks­formaður fái maður það verk­efni að reyna að manna öfl­ug­an hóp. „Ég tel að við höf­um náð góðri ráðningu sem mun hjálpa verk­efn­inu.“

Hvernig var staðið að ákvörðun­inni um ráðningu Þórðar Snæs sem fram­kvæmda­stjóra þing­flokks­ins?

„Ný stjórn þing­flokks ber ábyrgð á því að ráða starfs­fólk til þing­flokks­ins,“ seg­ir Guðmund­ur. Stjórn­in hafi tekið þá ákvörðun að leita til Þórðar og beri ábyrgð á henni. Ákvörðun stjórn­ar­inn­ar hafi svo verið kynnt fyr­ir þing­flokki og sátt sé um ráðning­una.

Ekki beint kosið um starfs­fólk

Spurður hvernig standi á því að Þórður geti gegnt slíku ábyrgðar­starfi fyr­ir þing­flokk­inn að lokn­um kosn­ing­um þegar hann gat ekki vegna um­mæla sinna tekið sæti á Alþingi seg­ir Guðmund­ur Ari ákvörðun­ina um að Þórður tæki ekki sæti, hans sjálfs. Seg­ist Guðmund­ur virða þá ákvörðun við Þórð en stjórn þing­flokks­ins hafi leitað til hans til að fá hans öfl­ugu starfs­krafta.

Innt­ur eft­ir því hvort ráðning Þórðar Snæs væri eitt­hvað sem kjós­end­ur hefðu mátt gera ráð fyr­ir þegar Þórður var feng­inn til að lofa að víkja af lista í aðdrag­anda kosn­inga, seg­ist Guðmund­ur ekki telja þá hafa sér­stak­ar vænt­ing­ar um það hverj­ir starfi fyr­ir flokk­inn og seg­ir að ekki sé beint kosið um það. Þá ít­rek­ar Guðmund­ur að Þórður hafi tekið ákvörðun­ina að taka ekki sæti á Alþingi einn og óstudd­ur.

Var að þínu mati heiðarlegt gagn­vart kjós­end­um að upp­lýsa þá ekki fyr­ir kosn­ing­ar um að ætl­un­in væri að fela Þórði slíkt ábyrgðarstarf á veg­um flokks­ins eft­ir kosn­ing­ar í ljósi umræðu um skrif hans og eft­ir­mál­ana af þeim?

„Það er mik­il­vægt að halda því til haga að það var eng­in ákvörðun tek­in fyr­ir kosn­ing­ar. Ég var ekki kom­inn í þetta embætti eða aðrir stjórna­menn þing­flokks­ins sem ber­um ábyrgð á þess­ari ákvörðun. Þannig að það er kannski ekki hægt að stilla þessu svona upp.“

Hvað það varðar að nær hafi verið að Þórður hafi verið áfram í fram­boði til þing­sæt­is og kjós­end­um gefið tæki­færi til að taka af­stöðu til hans per­sónu í kjör­klef­an­um seg­ir Guðmund­ur að Þórður hafi verið al­gjör­lega heiðarleg­ur gagn­vart kjós­end­um. „Hann tek­ur þá ákvörðun að hann muni ekki þiggja sæti og hann stend­ur við þá ákvörðun.“

Á þing­far­ar­kaupi fram að setn­ingu Alþing­is

Hef­ur Þórður Snær þegið þing­far­ar­kaup frá kosn­ing­um og greiðir Alþingi laun hans sem fram­kvæmda­stjóra þing­flokks?

„Hver þing­flokk­ur fær út­hlutað frá Alþingi ákveðið mörg­um stöðugild­um eft­ir fylgi þeirra,“ seg­ir Guðmund­ur sem þýðir að Þórður Snær fær sem fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­inn­ar greidd laun frá Alþingi.

Þá seg­ir Guðmund­ur kerfið virka þannig að all­ir þing­menn fái greidd laun sjálf­virkt sem ekki er hægt að afþakka, svo Þórður hef­ur verið á þing­far­ar­kaupi eins og aðrir þing­menn. Bæt­ir Guðmund­ur við að Þórður geti ekki sagt af sér þing­mennsku fyrr en við þing­setn­ingu og að hann eigi rétt á biðlaun­um frá þeim degi. Hægt sé að afþakka þau, sem Þórður muni gera.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert