Myndir sýna umfang flóðsins

Rennslið er mikið.
Rennslið er mikið. Ljósmynd/Heimir Hoffritz

Ölfusá flæðir yfir bakka sína með þeim afleiðingum að sumt fólk hefur orðið innlyksa síðasta sólarhring. Bóndi nálægt flóðinu segir að vatnið þeki mörg hundruð hektara og myndir sýna raunverulegt umfang flóðsins. 

Einar Sindri Ólafsson er búsettur á Selfossi en í dag og í gær hefur hann tekið drónamyndir sem hann hefur góðfúslega veitt mbl.is leyfi til að birta. 

Fyrir miðju á myndinni má sjá Arnarbæli og Ósgerði. Svæðið …
Fyrir miðju á myndinni má sjá Arnarbæli og Ósgerði. Svæðið kallast Arnarbælistorfan. Það sést ekki greinilega á myndinni en aðeins hægramegin við miðju er lítið hús sem heitir Egilsstaðir. Í morgun þurfti að bjarga konu þaðan sem varð innlyksa. Ljósmynd/Einar Sindri Ólafsson

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ölfusá flæðir yfir bakka sína en þetta er þó með stærri flóðum síðustu áratugi. 

„Maður hitti fólk við flóðið í gær og þar var verið að rifja upp öll gömlu flóðin,“ segir Einar í samtali við mbl.is. 

Hveragerði má sjá í bakgrunni og Ingólfsfjall til hægri.
Hveragerði má sjá í bakgrunni og Ingólfsfjall til hægri. Ljósmynd/Einar Sindri Ólafsson
Hér má sjá Arnarbæli og Ósgerði. Bæjarstæðin eru á Arnarbælistorfunni.
Hér má sjá Arnarbæli og Ósgerði. Bæjarstæðin eru á Arnarbælistorfunni. Ljósmynd/Einar Sindri Ólafsson
Hér flæðir yfir veg rétt við Auðsholtshjáleigu.
Hér flæðir yfir veg rétt við Auðsholtshjáleigu. Ljósmynd/Einar Sindri Ólafsson

Sigldu yfir tún

mbl.is greindi frá því fyrr í kvöld að er­lend kona hafi orðið inn­lyksa í sumarbústað vegna flóðsins. Björg­un­ar­sveit­ar­menn fóru í morg­un á báti og sigldu yfir tún til þess að koma kon­unni til bjarg­ar.

Krist­björg Ey­vinds­dótt­ir, bóndi á bæn­um Græn­hóli í Ölfusi, sagði í samtali við mbl.is fyrr í kvöld að vatn hefði flætt yfir mörg hundruð kílómetra.

Olíubílstjórinn Heimir Hoffritz hefur einnig fest á filmu stórkostlegar myndir af flóðinu og veitt mbl.is leyfi til að birta þær. Hægt er að nálgast fleiri myndir hjá honum á heimasíðu hans. 

Hann býr við bakka Ölfusár og því ekki langt fyrir hann að fara til þess að skoða aðstæður á vettvangi. 

Ljósmynd/Einar Sindri Ólafsson
Hér er hægt að sjá Egilsstaði enn betur.
Hér er hægt að sjá Egilsstaði enn betur. Ljósmynd/Heimir Hoffritz
Heimir fór á vettvang um klukkan 14 í dag.
Heimir fór á vettvang um klukkan 14 í dag. Ljósmynd/Heimir Hoffritz
Ljósmynd/Heimir Hoffritz
Ljósmynd/Heimir Hoffritz
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert