Appelsínugul viðvörun á Austurlandi og Austfjörðum

Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða um landið.
Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi víða um landið. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun á Austurlandi og á Austfjörðum eftir hádegi vegna hvassviðris og mikillar snjókomu.

Á Austfjörðum tekur appelsínugul viðvörun gildi klukkan 12 og gildir hún til miðnættis annað kvöld. Á Austurlandi að glettingi tekur appelsínugul viðvörun gildi klukkan 14 og gildir til klukkan 14 á morgun.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að búast megi við talsverðum samgöngutruflunum, versnandi akstursskilyrðum og aukinni hættu á snjóflóðum á Austfjörðum og Austurlandi.

Gular viðvaranir eru í gildi víða á landinu eins og sjá má á kortinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert