E.coli greindist í neysluvatni fyrirtækis

Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar Hafnar og Nesja …
Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar Hafnar og Nesja beðnir um að sjóða allt neysluvatn. mbl.is/Sigurður Bogi

E.coli baktería greindist í sýni teknu af neysluvatni í fyrirtæki á Höfn í Hornafirði.

Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá Hornafirði.

Til að gæta fyllsta öryggis eru íbúar Hafnar og Nesja beðnir um að sjóða allt neysluvatn. 

Heilbrigðiseftirlit Austurlands mun taka fleiri sýni til greiningar eftir helgi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert