Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðahættu á Seyðisfirði og í Neskaupstað. Fjöldahjálparstöð verður opnuð í Egilsbúð í Neskaupstað kl. 13 og í Herðubreið á Seyðisfirði á sama tíma.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að rýmingar hafi verið ákveðnar á eftirtöldum reitum:
Neskaupstaður:
Reitur NE01 við Norðfjarðarveg (Atvinnusvæði)
Reiur NE02 við Norðfjarðarveg og Nausthvamm (Atvinnusvæði)
Reitur NE18 (Íbúasvæði með 37 íbúðum/heimilum)
Hægt er að skoða rýmingarreiti á heimasíðu Fjarðabyggðar, með því að opna „skipulag“ og þar „rýmingarsvæði“.
Seyðisfjörður:
Reitir SE01 og SE02 við Strandarveg (Atvinnusvæði)
Reitir SE24 og SE26 við Ránargötu (Atvinnusvæði)
Hægt er að skoða rýmingarreiti á heimasíðu Múlaþings, með því að opna „skipulag“ og þar „rýmingarsvæði“.
Björgunarsveitarmenn munu ganga í hús á rýmingarsvæðum og leiðbeina íbúum varðandi rýmingar.