Myndir: Vopnahléi fagnað á Austurvelli

Fjöldi fólks var samankominn á Austurvelli klukkan 17 í dag þar sem vopnahléi Ísraels og Hamas-hryðjuverkasamtakanna var fagnað.

Vopnahléið hófst klukkan 9:15 í morgun að íslenskum tíma og var í kjölfarið þremur ungum konum, sem höfðu verið í haldi Hamas síðan 7. október 2023, sleppt úr haldi.

Þá er átt von á að 90 palestínskum föngum verði sleppt lausum úr ísraelskum fangelsum.

Mikill léttir

„Gleðilega hátíð og til hamingju,“ segir Qussay Odeh, Palestínumaður sem hefur verið búsettur á Íslandi síðan árið 1999, í samtali við mbl.is, en hann var staddur á Austurvelli þegar blaðamaður náði af honum tali.

Segir hann fjölda fólks hafa komið saman við fögnuðinn í dag. Góð stemmning hafi verið á svæðinu og mikill léttir yfir fólki.

Vopnahléi Ísraels og Hamas-samtakanna var fagnað á Austurvelli síðdegis.
Vopnahléi Ísraels og Hamas-samtakanna var fagnað á Austurvelli síðdegis. mbl.is/Hákon

Baráttan ekki búin

Hann tekur þó fram að baráttan muni halda áfram.

„Þjóðarmorðið er stopp í bili allavega, og vonandi til lengdar. En hernám er enn þá í gangi þannig baráttan heldur áfram.“

Qussay segir að mikill léttir hafi verið yfir fólki á …
Qussay segir að mikill léttir hafi verið yfir fólki á staðnum. mbl.is/Hákon

Fyrir mannkynið

Aðgerðasinnar á Íslandi hafa verið duglegir að vekja athygli á stríðinu og afleiðingum þess fyrir Palestínubúa og segir Qussay að því verði haldið áfram - þó kannski með öðruvísi hætti þar sem þjóðarmorð Ísraela sé stopp í bili.

„Það er ekki búið að ákveða hvernig strategían verður en það verður haldið áfram,“ segir Qussay en nefnir svo að lokum að um stóran atburð sé að ræða.

„Þetta er fyrir okkur öll. Mannkynið bara.“

„Þetta er fyrir okkur öll. Mannkynið bara,“ segir Qussay Odeh.
„Þetta er fyrir okkur öll. Mannkynið bara,“ segir Qussay Odeh. mbl.is/Hákon
Samstöðutjaldið var endurreist á Austurvelli í kvöld.
Samstöðutjaldið var endurreist á Austurvelli í kvöld. Ljósmynd/Aðsend
Qussay Odeh hefur áður verið gestur þáttarins Dagmál á mbl.is
Qussay Odeh hefur áður verið gestur þáttarins Dagmál á mbl.is mbl.is/Hallur Már
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert