Rúta valt á Hellisheiði

Rútan valt á hliðina neðst í Hveradalabrekkunni.
Rútan valt á hliðina neðst í Hveradalabrekkunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Rúta með um 20 farþega innanborðs valt á Hellisheiði nálægt Hveradölum á tíunda tímanum í morgun.

RÚV greinir fyrst frá.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, segir í samtali við mbl.is að hópslysaáætlun almannavarna hafi verið virkjuð en að hennar sögn urðu engin slys á fólki.

Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að rútan hafi oltið neðst í Hveradalabrekkunni en lögrglunni barst tilkynning um slysið rétt eftir klukkan 9:30 í morgun. Mikil hálka var á veginum og valt rútan á hliðina og endaði um 20-30 metra frá veginum að sögn Garðars

Hann segir að 20 erlendir ferðamenn hafi verið í rútunni og hafi enginn þeirra orðið fyrir meiðslum. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og segir Garðar að búið sé að koma öllum farþegunum í skjól í Hellisheiðarvirkjun þar sem þeir bíða eftir að önnur rúta komi og sæki þá.

Rannsókn á tildrögum slyssins er í hönum lögreglunnar á Suðurlandi að því er fram kemur í facebook-færslu lögreglunnar á Suðurlandi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert