Boðar frumvörp um virkjanir

Jóhann Páll Jóhanns­son umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra.
Jóhann Páll Jóhanns­son umhverfis-, orku- og loftslags­ráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hyggst leggja fram frumvörp skjótt eftir þingsetningu til þess að greiða fyrir framkvæmdum við Hvammsvirkjun og einfalda regluverk vegna orkuöflunar.

Jóhann Páll staðfestir í samtali við Morgunblaðið að í ráðuneyti hans sé unnið að lagabreytingum vegna nýfallins dóms í héraðsdómi Reykjavíkur um ógildingu virkjunarleyfis Landsvirkjunar.

„Þá er horft til breytingar á lögum um stjórn vatnamála til frambúðar, til þess að skýra betur þessi atriði sem reyndi á í dóminum og bent var á í minnisblöðum í tíð forvera minna,“ segir Jóhann Páll.

„En það er líka verið að horfa til ákveðinna lagabreytinga til þess að tryggja framgang Hvammsvirkjunar og koma í veg fyrir frekari tafir.“

Ráðherra ætlar ekki að láta þar við sitja og segir frekari breytingar á lagaumhverfinu nauðsynlegar.

„Ég er með á þingmálaskrá frumvarp um ýmsar lagabreytingar til þess að einfalda leyfisveitingakerfið og gera það skilvirkara,“ segir Jóhann Páll og kveður ýmis nýmæli felast í því, stærri skref en áður hafi verið ráð fyrir gert í ráðuneytinu.

„Kerfið á ekki að vera eins og slöngu­spil þar sem skila þarf sömu gögnunum inn aftur og aftur til mismunandi stofnana. Í því felst gríðarlegur tvíverknaður og tímasóun.

Það þarf að gera allt kerfið einfaldara og skilvirkara og við komum strax inn á þing með lagafrumvarp sem snýst um nákvæmlega það.“

Þingmenn stjórnarandstöðu telja ekki mikillar fyrirstöðu að vænta við frumvörp þessi í sínum herbúðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert