Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir, yfirmaður auglýsingamála hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi hefur látið af störfum hjá Sýn.
DV sagði fyrst frá.
Kolbrún Dröfn var áður sölustjóri hjá dv.is og þar áður á auglýsingadeild Morgunblaðsins áður en hún hóf störf hjá Sýn. Er hún í hópi fólks sem hefur hætt hjá Vodafone á skömmum tíma.
Þannig hætti Eva Georgs Ásudóttir sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 fyrir skemmstu eftir um tveggja áratuga starf. Eins tilkynnti sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir um starfslok eftir í 16 ár á skjánum. Þá hætti Þóra Björg Clausen sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 fyrir skemmstu.
Nokkuð umrót virðist hjá Vodafone-samsteypunni og þar hafa t.a.m. nýlega hætt þær Kristín Friðgeirsdóttir sem fjármálastjóri og Sesselía Birgisdóttir, sem var framkvæmdastjóri fjarskipta hjá Vodafone.