Hlaupi úr Grímsvötnum lokið

Flogið yfir Vatnajökul, ení forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar …
Flogið yfir Vatnajökul, ení forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. Mynd úr safni. mbl.is/RAX

Órói sem mæld­ist á jarðskjálfta­mæl­in­um á Gríms­fjalli og vatns­hæð í Gígju­kvísl hafa aft­ur náð svipuðum gild­um og voru fyr­ir hlaup. Þar með er Grím­s­vatna­hlaup­inu, sem hófst fyr­ir um það bil tíu dög­um, lokið.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands seg­ir að skjálfta­virkni í Grím­svötn­um hafi ekki auk­ist á meðan hlaup­inu stóð, en nokkr­ir skjálft­ar und­ir 2 að stærð mæld­ust í síðustu viku. 

Þá seg­ir enn frem­ur að þrýstilétt­ir vegna jök­ul­hlaups­ins hafi ekki haft í för með sér aukna virkni í Grím­svötn­um á meðan hlaup­inu stóð. 

Flug­litakóði fyr­ir Grím­svötn hef­ur því verið lækkaður í græn­an eft­ir að hafa tíma­bundið verið hækkaður í gul­an á meðan hlaupið náði há­marki. 

Þótt jök­ul­hlaup­inu sé lokið held­ur Veður­stofa Íslands áfram að fylgj­ast náið með virkni á svæðinu.

Línurit sem sýnir vatnshæð í Gígjukvísl frá 11. - 20. …
Línu­rit sem sýn­ir vatns­hæð í Gígju­kvísl frá 11. - 20. janú­ar 2025. Þar sést að há­marks vatns­hæð mæld­ist þann 15. janú­ar. Línu­rit/​Veður­stofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert