Hugleiðir framboð til formanns

Áslaug Arna segir brýnt að Sjálfstæðisflokkur endurnýi erindi sitt undir …
Áslaug Arna segir brýnt að Sjálfstæðisflokkur endurnýi erindi sitt undir nýrri forystu og veiti öfluga stjórnarandstöðu. Morgunblaðið/Brynjólfur

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, hugleiðir framboð til formennsku í Sjálfstæðisflokknum í fullri alvöru, en flokkurinn velur sér nýjan formann á landsfundi, sem settur verður í lok febrúar.

„Ég hef fengið ótal áskoranir um að gefa kost á mér til formennsku, mér þykir vænt um þær og tek þær alvarlega,“ segir Áslaug Arna í samtali við Morgunblaðið.

„Flokkurinn stendur á margvíslegum tímamótum, við erum utan ríkisstjórnar og þurfum að leiða öfluga stjórnarandstöðu, við þurfum að velja okkur nýja forystu og endurnýja erindi flokksins. Þar er ekki eftir neinu að bíða,“ segir Áslaug Arna.

Hún kveðst hafa rætt við sjálfstæðisfólk um allt land á undanförnum dögum og fundið fyrir hljómgrunni, meðbyr og hvatningu. Og raunar einnig frá fólki, sem stutt hafi aðra flokka í liðnum kosningum. En hvenær má vænta ákvörðunar?

„Mér liggur ekki á og finnst dýrmætt að eiga fleiri hreinskilin og innihaldsrík samtöl við flokksmenn áður en ég ákveð mig. Ég vil gefa mér nokkra daga í það,“ segir Áslaug Arna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert