Íbúð í Grafarvogi illa farinn eftir eldsvoða

Frá vettvangi í Grafarvogi í gærkvöld.
Frá vettvangi í Grafarvogi í gærkvöld. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út í gærkvöldi þar sem eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi í Grafarvogi.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins gekk vel að slökkva eldinn í íbúðinni sem er illa farin af völdum elds og reyks.

Hann segir að tveir einstaklingar hafi verið inni í íbúðinni með tvo hunda þegar eldurinn kviknaði en allir hafi komist út af sjálfsdáðum án meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert