Mikið hefur dregið úr bæði vindi og ofankomu fyrir austan í nótt en einhver úrkoma verður þó fram eftir degi, að því er fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar.
Enn er hættustig í gildi á Seyðisfirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu.
Á morgun hvessir af suðaustri með stöku éljum við suðvestur- og vesturströndina.
Hægari vindur verður annars staðar og á Norður- og Austurlandi er búist við björtu veðri og talsverðu frosti.