Lögregla bókaði 43 mál

Ökumaður bifhjóls var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.
Ökumaður bifhjóls var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls voru 43 mál bókuð í kerfum lögreglu frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun.

Í dagbók hennar segir að ökumaður hafi verið stöðvaður í hverfi 221, grunaður um akstur bifhjóls undir áhrifum fíkniefna. Viðkomandi var laus að lokinni blóðsýnatöku.

Lögreglu barst tilkynning um þjófnað úr verslun í Kópavogi og var málið afgreitt á vettvangi.

Þá var tilkynnt um minniháttar eignarspjöll á öðrum stað í Kópavogi þar sem ungir krakkar höfðu kveikt í gámi. Er málið í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert