Eiturefni lak um gólf Háaleitisskóla

Útkallið var það tuttugasta á árinu.
Útkallið var það tuttugasta á árinu. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út í kringum hádegi í dag í Háaleitisskóla í Reykjanesbæ vegna efnaslyss en brúsi sem innihélt eiturefni hafði lekið um gólf skólans. 

Frá þessu er greint á Facebook-síðu Brunavarna Suðurnesja en þar segir að ein álma skólans hafi verið rýmd á meðan aðgerir stóðu yfir. 

Einni álmu skólans var lokað á meðan efnakafarar voru að …
Einni álmu skólans var lokað á meðan efnakafarar voru að störfum. Ljósmynd/Brunavarnir Suðurnesja

Tveir efnakafarar fóru inn í bygginguna til að þynna út efnið með vatni og hreinsa upp ásamt því að innsigla brúsann í eiturefnapoka. 

Aðgerðirnar tóku tæpar tvær klukkustundir og var þeim lokið klukkan 13.30 í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert