Skriður kominn á viðræðurnar

„Þetta var mjög góður fundur og við náðum ágætis árangri í að setja okkur markmið, hvert við ætlum að stefna og hvernig við ætlum að leysa málin. Það var ágætis skriður á fundinum,“ sagði Bjarni Ingimarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eftir sáttafund sambandsins og sveitarfélaganna í dag. 

Skriður er nú kominn á viðræðurnar og næsti fundur verður á þriðjudag. Félagsmenn í LSS hafa samþykkt verkfall 10. febrúar hafi ekki samist fyrir þann tíma. „Við erum ágætlega bjartsýn eftir þennan fund og vonandi náum við að leysa þetta hratt og vel,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert