15,5% íbúða seldust á yfirverði

Alls voru 3.426 nýjar íbúðir gerðar fullbúnar á árinu 2024.
Alls voru 3.426 nýjar íbúðir gerðar fullbúnar á árinu 2024. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um 15,5% íbúða seld­ust yfir ásettu verði í nóv­em­ber og er kaupþrýst­ing­ur­inn enn mik­ill á fast­eigna­markaði.

Virkni markaðar­ins hef­ur þó farið minnk­andi en tæp­lega 900 þing­lýst­ir samn­ing­ar voru gerðir í nóv­em­ber, sam­an­borið við 950 samn­inga í októ­ber og í kring­um þúsund mánuðina tvo þar á und­an.

Þetta kem­ur fram í skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar.

Yfir 3.400 nýj­ar íbúðir voru tekn­ar í notk­un í fyrra sem eru tæp­lega 400 fleiri en spáð var í taln­ingu HMS á íbúðum í bygg­ingu. Mis­mun­ur­inn er vegna hraðari fram­vindu fjölda íbúða á seinni bygg­ing­arstig­um en HMS gerði ráð fyr­ir.

Alls voru 3.426 nýj­ar íbúðir gerðar full­bún­ar á ár­inu 2024. Lang­flest­ar þeirra eða 2.223 tals­ins á höfuðborg­ar­svæðinu. Næst­um tvær af hverj­um þrem­ur íbúðum utan höfuðborg­ar­svæðis sem gerðar voru full­bún­ar í fyrra eru í lands­hlut­un­um Suður­land og Suður­nes.

Jafn­framt var hlut­falls­lega mesta upp­bygg­ing íbúða í þeim lands­hlut­um í fyrra eða í kring­um 3% af heild­ar­fjölda full­bú­inna íbúða í hvor­um lands­hluta fyr­ir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert