Fresta flutningi menntavísindasviðs í Sögu

Framkvæmdir við Hótel Sögu hafa tekið lengri tíma en gert …
Framkvæmdir við Hótel Sögu hafa tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdir við breytingar og endurnýjun á Hótel Sögu hafa tekið lengri tíma en var gert ráð fyrir. Til stóð að taka húsnæðið í notkun undir kennslu fyrir deildir Háskóla Íslands um áramótin en það frestast fram á næsta skólaár. 

Þetta segir Kristinn Jóhannesson, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknimála hjá Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. 

Upprunalega stóð til að kennsla myndi hefjast í Sögu í ágúst á síðasta ári en segir Kristinn að þau áform hafi verið frekar bjartsýn.

Ekki hægt að hefja kennslu vegna hljóðmengunar

Háskólinn mun nýta sér átta hæðir byggingarinnar, auk kjallara, undir starfsemi skólans. Menntavísindasvið mun nýta sjö hæðir hússins undir starfsemi sína og upplýsingasvið háskólans eina.

Kristinn segir að efstu hæðir byggingarinnar séu nánast fulltilbúnar en að ekki sé hægt að hefja kennslu strax meðal annars vegna hljóðmengunar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert