„Kemur okkur í opna skjöldu“

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að verið sé að meta …
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að verið sé að meta niðurstöðu nefndarinnar. Samsett mynd

„Við erum að fara yfir þetta en niðurstaðan kemur okkur í opna skjöldu og við erum ekki búin að taka neina afstöðu gagnvart því hvernig við bregðumst við,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að hýsing hælisleitenda í JL-húsinu sé ekki heimil.

Unnur segir að næst á dagskrá sé að fara yfir það með framkvæmdasýslu ríkisins hver næstu skref verða í kjölfarið.

„Við erum að fara að ræða við framkvæmdasýsluna sem sér um þessi mál fyrir ríkisstofnanir, að útvega húsnæði og sjá til þess að leyfi séu í lagi. Við erum að fara að funda með þeim og finna út hvað á að gera í stöðunni,“ segir Unnur.

Hún kveðst eiga von á því að einhverra efnislegra viðbragða sé að vænta frá stofnuninni síðar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert