Lenda þurfti Airbus A-380 flugvél frá Emirates á Keflavíkurflugvelli nú á öðrum tímanum.
Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa hjá Isavia, er lendingin vegna veikinda farþega um borð en að hans sögn er alvanalegt að svona atvik eigi sér stað og gerist að meðaltali einu sinni í viku.
Vélin var á leið frá Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til JFK-flugvallar í New York í Bandaríkjunum.