Ófyrirsjáanlegt tjón blasir við

Álfabakki ehf. og Reykjavíkurborg hafa sent umsagnir til úrskurðarnefndar umhverfis- …
Álfabakki ehf. og Reykjavíkurborg hafa sent umsagnir til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Búseta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Álfa­bakki 2 ehf. og Reykja­vík­ur­borg hafa sent úr­sk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála um­sagn­ir sín­ar vegna stjórn­sýslukæru Bú­seta um verk­stöðvun við Álfa­bakka 2 og að bygg­ing­ar­leyfi verði fellt úr gildi.

Skapi bóta­skyldu til leigj­anda

Í um­sögn Álfa­bakka 2 ehf. kem­ur fram að und­ir­bún­ing­ur verk­efn­is­ins hafi staðið yfir frá ár­inu 2021 og á tíma­bil­inu hafi um­fangs­mik­il sam­skipti átt sér stað við sér­fræðinga á veg­um skipu­lags­full­trúa, bygg­ing­ar­full­trúa og eft­ir at­vik­um full­trúa á skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara.

„Það er kapps­mál eig­enda Álfa­bakka 2 ehf. sem og leigu­taka, að áformuð starf­semi falli sem best að nán­asta ná­grenni og um­hverfi. Sem stend­ur eru fram­kvæmd­ir á upp­bygg­ing­arstigi og því all­ur lokafrá­gang­ur eft­ir, sem nær bæði til bygg­ing­ar­inn­ar sjálfr­ar en einnig frá­gangs lóðar.“

Einnig kem­ur fram að stöðvun fram­kvæmda á þessu stigi myndi valda ófyr­ir­sjá­an­legu tjóni fyr­ir Álfa­bakka 2 ehf. Fyr­ir utan beint tjón sem stöðvun fram­kvæmda leiði af sér vegi þó þyngst sú skuld­bind­ing sem fyr­ir­tækið hef­ur und­ir­geng­ist gagn­vart leigu­taka húss­ins, Hög­um hf.

Um­fjöll­un­ina má nálg­ast í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert