Skjálftavirknin aukist verulega

Virkni í Ljósufjallakerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum.
Virkni í Ljósufjallakerfinu hefur aukist mikið á síðustu mánuðum. mbl.is/Árni Sæberg

Nokk­ur skjálfta­virkni hef­ur verið við Grjótár­vatn á Mýr­un­um í morg­un. Frá því klukk­an 8 í morg­un hafa mælst sjö skjálft­ar á svæðinu, sá stærsti 2 að stærð.

Nærri 200 skjálft­ar hafa mælst í Ljósu­fjalla­kerf­inu frá ára­mót­um og eru það marg­falt fleiri skjálft­ar en mæld­ust á árs­grund­velli í eld­stöðvar­kerf­inu fyr­ir árið 2023.

Upp­tök skjálft­anna eru jafn­an á milli tveggja vatna: Grjótár­vatns og Há­leiks­vatns.

Gos hafa yf­ir­leitt lang­an aðdrag­anda

„Það hafa komið reglu­leg­ar hrin­ur og virkn­in hef­ur auk­ist veru­lega eft­ir því sem liðið hef­ur á vet­ur­inn,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir áhuga­vert að fylgj­ast með þró­un­inni. Einn mögu­leik­inn sé sá að þess­ari at­b­urðarás ljúki með eld­gosi. Lík­leg­ast þykir að um kviku­hreyf­ingu sé að ræða.

„Það er samt mjög sjald­gæft að eld­stöðvar sem ekki hafa hrært á sér í hundruð ára taki upp á því að gjósa einn, tveir og þrír,“ seg­ir hann.

„Gos­in hafa yf­ir­leitt lang­an aðdrag­anda en það þýðir ekki að eitt­hvað óvænt geti gerst.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert