Forstjóri hjá stóru fyrirtæki undrast að Reykjavíkurborg skuli geta boðið betri launakjör en stöndug einkafyrirtæki, samhliða miklum hallarekstri hjá borginni.
Forsaga málsins er sú að forstjórinn var með ungan og efnilegan starfsmann í vinnu sem fór utan til framhaldsnáms. Varð það að samkomulagi að starfsmaðurinn myndi ræða við fyrirtækið um áframhaldandi störf að námi loknu.
„Ég var í sambandi við manninn sem fór hins vegar að verða tvístígandi. Þegar ég spurði hvað ylli því sagðist hann hafa fengið betra boð frá borginni. Bæði væru launin hærri og vinnutíminn styttri en aðeins væri unnið til hádegis á föstudögum,“ sagði forstjórinn sem vildi ekki láta nafns síns getið. Fyrirtækið veltir milljörðum króna á ári. Fór svo að maðurinn hóf störf hjá borginni.
Umfjöllunina má nálgast í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.