Nítján vélum Icelandair seinkaði

Vandamálið hafði ekki mikil keðjuverkandi áhrif.
Vandamálið hafði ekki mikil keðjuverkandi áhrif. Ljósmynd/Icelandair

Seinkanir urðu á flugferðum nítján véla Icelandair í morgun vegna mikillar snjókomu í Keflavík. Seinkaði ferðum um allt að tvær klukkustundir.

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að hægt hafi gengið að afísa vélar í morgun sökum þess að sumar afísingarvélar hafi verið í viðgerð. 

Því hafi aðeins verið fjórar í notkun í morgun. 

„Við erum búin að ná utan um þetta þannig að þetta hefur ekki haft mikil keðjuverkandi áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert