Búast má við breytilegri átt 3-8 m/s, en norðaustan 8-13 m/s á austanverðu landinu.
Það snjóar með köflum fyrir austan og stöku él vestanlands. Í kvöld snýst það við, snjókoma með köflum sunnan- og vestanlands, en annars stöku él. Hiti verður nálægt frostmarki.
Á morgun snýst í vestlæga átt 5-13 m/s sunnan- og vestan til, en annars breytileg átt 3-8 m/s.
Það mun snjóa af og til í flestum landshlutum, en styttir upp suðvestanlands. Yfirleitt vægt frost.
Á sunnudag verður norðvestlæg átt 5-10 m/s. Snjókoma með köflum á norðanverðu landinu, en yfirleitt bjart sunnan heiða. Frost 2 til 7 stig.