Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra vill ekkert segja um styrkjamál Flokks fólksins, hvorki um efnislega þætti né pólitísk áhrif þess á grundvöll ríkisstjórnarsamstarfsins, sem nú hefur varað í fimm vikur.
Flokkur fólksins hefur á undanförnum þremur árum þegið 240 milljónir króna í opinbera styrki til stjórnmálaflokka, án þess þó að vera réttilega skráður sem slíkur, en það er meðal lagaskilyrða til þess að eiga rétt á styrkjum af því tagi.
Kristrún vildi ekki svara spurningum um málið að loknum ríkisstjórnarfundi, en kvaðst þurfa að kynna sér málið betur, þegar hún var spurð út í hvort sæmandi væri að Inga Sæland, ráðherra og formaður Flokks fólksins, hefði staðfest að hún hefði vitað að styrkveitingin væri ekki að lögum og segðist ekki ætla að fara að lögum og endurgreiða það sem oftekið var.
Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.