Rannsóknir í eyju vegna brúarsmíði

Prammi í flæðarmáli í eyjunni í Ölfusá.
Prammi í flæðarmáli í eyjunni í Ölfusá. Ljósmynd/Sigmundur Sigurgeirsson

Rannsóknir hófust nú í vikunni í Efri-Laugardælaeyju í Ölfusá ofan við Selfoss þar sem 60 metra hár stólpi, mikilvægt stykki í nýrri brú yfir ána, verður.

Prammi var notaður til þess að ferja tækjabúnað út í eyjuna þar sem gerðar verða borholur og sýni tekin úr jarðvegi. Á þeim upplýsingum verða næstu skref í verkhönnun tekin, en hún aftur byggir á þeirri frumhönnun mannvirkisins sem fyrir liggur.

Horft yfir Ölfusá við Selfoss og næst á myndinni er …
Horft yfir Ölfusá við Selfoss og næst á myndinni er Efri-Laugardælaeyja, þar sem 60 metra hár brúarstöpullinn verður senn reistur. mbl.is/Sigurður Bogi

Tíu daga verk

Vegna mikils vatnsmagns og íss í Ölfusá tafðist nokkuð að koma prammanum á flot. Nú hefur hins vegar sjatnað í ánni og því var hægt að hefjast handa.

Ætlað er að rannsóknirnar sem nú standa yfir séu tíu daga verk. Að þeim loknum eru komnar í hús þýðingarmiklar upplýsingar sem verkfræðingar nota við útfærslu, sem mjög er vandað til.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert