Unnið að endurgreiðslukröfum

Morg­un­blaðið reyndi að spyrja ráðherra um stöðu styrkja­máls­ins eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í gær, þar sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra var einn til svara, en aðrir ráðherr­ar vísuðu all­ir á hann.

„Verklagi ráðuneyt­is­ins hef­ur verið breytt og ein­ung­is þeir sem upp­fylla skil­yrði lag­anna fá greitt í sam­ræmi við þau,“ seg­ir fjár­málaráðherra.

Verður Flokk­ur fólks­ins kraf­inn um end­ur­greiðslu vegna þeirra styrkja sem hann hef­ur fengið greidda þrátt fyr­ir að upp­fylla ekki skil­yrði laga?

„Allt það mál er í vinnslu. Þetta snýr auðvitað að fleiri aðilum sem greiða þessa styrki út, þannig að það mál er í vinnslu í ráðuneyt­inu.“

Hef­ur það áhrif að formaður Flokks fólks­ins seg­ist hafa vitað að flokk­ur­inn upp­fyllti ekki skil­yrði?

„Eins og ég segi, málið er bara í heild sinni í skoðun. Það verður bara að koma í ljós.“

Daði Már Kristófersson talsmaður ríkisstjórnarinnar.
Daði Már Kristófersson talsmaður ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Kristófer Liljar

Hvernig get­ur það gerst, að styrk­ir séu greidd­ir út ár eft­ir ár til flokka sem ekki upp­fylla skil­yrði?

„Það er von að þú spyrj­ir, og þess vegna þarf auðvitað að yf­ir­fara hvernig það gat gerst, sér­stak­lega þegar það er mis­ræmi milli ólíkra aðila um það hvernig fram­kvæmd­in er, þannig að þetta þarf ég að yf­ir­fara,“ seg­ir Daði Már að lok­um og hljóp á næsta fund.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert