Vesturbæjarlaug verður lokuð tímabundið þar sem öryggisbúnaður í lauginni virkar ekki vegna netbilunar. Ekki liggur fyrir hvenær hún opnar aftur.
„Ekki er hægt að tryggja öryggi gesta þar sem öryggismyndavélar og annar búnaður virkar ekki vegna netbilunnar,“ segir í færslu á Facebook-síðu sundlaugarinnar.
Þar segir einnig að laugin muni tilkynna þegar búnaðurinn er kominn í lag og hægt verður að opna aftur.