Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til fundar kl. 13 í dag í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll (gamla NASA-salnum).
Tilgreindi hún ekki tilefni fundarins en Áslaug hefur verið nefnd á meðal þeirra sem þykja líklegir til að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum.