Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem var að brjótast inn í gáma í Árbænum.
Reyndist tilkynningin hárrétt og var þjófurinn gripinn glóðvolgur á vettvangi, að því er segir í dagbók lögreglu í morgun.
Var hann í kjölfarið handtekinn og vistaður í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins.
Þá var lögreglu tilkynnt um einstakling sem var með ólæti í almenningsvagni. Honum var gert að yfirgefa vagninn og halda sína leið með öðrum hætti.
Að minnsta kosti fimm ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu grunaðir um akstur undir áhrifum.