Harður árekstur við Miklubraut

Óljóst er hvort einhver verði fluttur á sjúkrahús vegna slyssins …
Óljóst er hvort einhver verði fluttur á sjúkrahús vegna slyssins en einn einstaklingur er kominn til skoðunar í sjúkrabíl. Skjáskotið er úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. Skjáskot/Vegagerðin

Harður árekstur varð milli tveggja bíla á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Miklubrautar rétt fyrir kl. 21 í kvöld. Viðbragðsaðilar eru farnir af vettvangi.

Stefán Kristinsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Hann segir að einn einstaklingur hafi verið fluttur á sjúkrahús en áverkar á fólki eru ekki alvarlegir.

Stefán tekur fram að slysinu hafi verið lýst sem „hörðum árekstri“. Miklubraut var lokað til austurs við gatnamót Kringlumýrarbrautar en vegkaflinn er opinn að nýju.

Slysinu er lýst sem „hörðum árekstri“.
Slysinu er lýst sem „hörðum árekstri“. Skjáskot/Vegagerðin

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert