Leðurblaka leikur lausum hala í Reykjavík

Leðurblökur eru meðal hættulegustu smitbera sem við þekkjum.
Leðurblökur eru meðal hættulegustu smitbera sem við þekkjum. AFP

Lögreglu var tilkynnt um leðurblöku á flugi í hverfi 105 í dag. Lögregla mætti á vettvang og við skoðun á myndefni var það staðfest að um leðurblöku væri að ræða.

Þetta kemur fram í dagbók en þar segir að dýraþjónustunni hafi verið gert viðvart en dýrið hafði þá flogið á brott.

Málinu er ekki lýst frekar en leðurblökur eru sjaldséðar á Íslandi. Dýrin eru þekktir smitberar og komum þeirra til landsins hefur fjölgað á und­an­förn­um árum.

Fyrir tæplega tveimur árum fannst leðurblaka í Kópavogi.

Árið 2015 fundust einnig þrjár leðurblökur á Siglufirði – laumuf­arþegar sem tóku sér far með dönsku skipi er sigldi frá Belg­íu.

Í raun hafa að minnsta kosti átta mismunandi tegundir leðurblakna fundist á Íslandi, samkvæmt rannsókn frá árinu 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert