Myndskeið: Leðurblaka í Laugardalnum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Leður­blaka hef­ur leikið laus­um hala í Reykja­vík að und­an­förnu en fyrr í mánuðinum sást til leður­blöku á flugi í Laug­ar­daln­um.

    Lög­regla brást við í dag þegar leður­blaka sást í hverfi 105, eins og mbl.is greindi frá.

    Ragn­ar Lárus­son, íbúi á Laug­ar­nes­vegi (í póst­núm­eri 105), hafði sam­band við mbl.is þar sem hafði séð séð leður­blöku á flugi fyr­ir utan glugg­ann sinn þann 13. janú­ar og smellt mynd­skeiði af.

    Óljóst er hvort um sömu leður­blöku sé að ræða en ef svo er virðist hún að minnsta kosti ekki hafa fært sig um póst­núm­er á þess­um tveim­ur vik­um.

    Lét Nátt­úru­fræðistofn­un vita

    Ragn­ar seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann hafi upp­lýst Nátt­úru­fræðistofn­un um dýrið með tölvu­pósti en ekki fengið svar.

    Hann velt­ir því fyr­ir sér hvort leður­blak­an hafi komið frá Sunda­höfn, og þá mögu­lega flust hingað til lands í gámi, en slíkt hef­ur áður gerst. Árið 2015 fund­ust þrjár leður­blök­ur á Sigluf­irði – laumuf­arþegar sem tóku sér far með dönsku skipi er sigldi frá Belg­íu. 

    Dýr­in eru þekkt­ir smit­ber­ar og kom­um þeirra til lands­ins hef­ur fjölgað á und­an­förn­um árum.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert