Myndskeið: Leðurblaka í Laugardalnum

Leðurblaka hefur leikið lausum hala í Reykjavík að undanförnu en fyrr í mánuðinum sást til leðurblöku á flugi í Laugardalnum.

Lög­regla brást við í dag þegar leðurblaka sást í hverfi 105, eins og mbl.is greindi frá.

Ragnar Lárusson, íbúi á Laugarnesvegi (í póstnúmeri 105), hafði samband við mbl.is þar sem hafði séð séð leðurblöku á flugi fyrir utan gluggann sinn þann 13. janúar og smellt myndskeiði af.

Óljóst er hvort um sömu leðurblöku sé að ræða en ef svo er virðist hún að minnsta kosti ekki hafa fært sig um póstnúmer á þessum tveimur vikum.

Lét Náttúrufræðistofnun vita

Ragnar segir í samtali við mbl.is að hann hafi upplýst Náttúrufræðistofnun um dýrið með tölvupósti en ekki fengið svar.

Hann veltir því fyrir sér hvort leðurblakan hafi komið frá Sundahöfn, og þá mögulega flust hingað til lands í gámi, en slíkt hefur áður gerst. Árið 2015 fund­ust þrjár leður­blök­ur á Sigluf­irði – laumuf­arþegar sem tóku sér far með dönsku skipi er sigldi frá Belg­íu. 

Dýr­in eru þekkt­ir smit­ber­ar og kom­um þeirra til lands­ins hef­ur fjölgað á und­an­förn­um árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert