Ríkissjóður greiddi um 2,2 milljarða króna vegna gjafsóknarmála sem rekin voru fyrir dómstólum árin 2021, 2022 og 2023. Þetta kemur fram í ársskýrslu gjafsóknarnefndar vegna ársins 2023.
Gjafsóknarnefnd er opinber nefnd sem tekur afstöðu til umsókna einstaklinga og lögaðila um gjafsókn og metur hvort hana skuli veita.
Gjafsóknarmál, sem eru dómsmál þegar ríkissjóður greiðir lögfræðikostnað vegna málareksturs, eru margvísleg, svo sem vegna bótaskyldu hvers konar, til ógildingar stjórnvaldsákvörðunar, skaðabótamál vegna læknismeðferðar og meiðyrðamál, svo dæmi séu tekin.
Kveðið er á um gjafsókn í lögum um meðferð einkamála, en gjafvörn fellur einnig þar undir og er hugtakið gjafsókn notað í báðum tilvikum samkvæmt lögunum.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag