Æfa viðbrögð við rofi fjarskiptakerfa

Á morgun fer fram æfing á fjarskiptarofi.
Á morgun fer fram æfing á fjarskiptarofi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta er kölluð æfing þó að þetta sé líka eins konar greining. Æfingin hefur verið í undirbúningi í marga mánuði og er þetta hluti af lengra ferli í greiningu á því hvernig kerfi myndi virka á Íslandi ef við myndum missa tengsl við útlönd,“ segir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, um æfingu á viðbrögðum við fjarskiptarofi sem haldin verður á morgun, þriðjudag.

Að æfingunni standa CERT-IS (netöryggissveit Fjarskiptastofu) og almannavarnir ásamt ýmsum aðilum víða frá. CERT-IS er það yfirvald sem hefur yfirsýn yfir málefnasviði fjarskipta, en almannavarnir eru samstarfsaðilar í æfingunni.

Að verkefninu koma um 180 manns frá fyrirtækjum og stofnunum stjórnsýslunnar. Hjördís segir enga áhættu fylgja þessari æfingu enda sé um að ræða sviðsmyndir og engin tengsl séu í rauninni rofin.

„Líkurnar á því að þetta gerist á Íslandi eru hverfandi en það er enginn sem getur sagt til um að þetta gæti ekki gerst. Því er nauðsynlegt fyrir alla að vita hvert hlutverk þeirra er og hvernig hægt sé að bregðast við varðandi fjármálin, heilbrigðiskerfið, orkukerfið og svo framvegis.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert