Þegar skoðað er hve margir hafa hafið meðferð hjá átröskunarteymi barna og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) síðustu tvö árin má sjá mikla fjölgun.
Árið 2022 hófu 19 meðferð hjá BUGL, en 36 árið 2023 og í fyrra voru það 39. Árið 2022 voru 27 í meðferð, 35 árið 2023 og 42 í fyrra.
Heildarmálafjöldinn var 52 árið 2022 en 74 í fyrra. Síðan er vert að geta þess að lengd meðferðartíma á þessu tímabili hefur farið úr 17,3 mánuðum árið 2022 í 12,2 mánuði 2024.
„Við tökum alltaf mismunandi þemu fyrir á árlegri ráðstefnu barna- og unglingageðdeildar og þegar ráðstefnunefndin byrjaði að skipuleggja hana í fyrra ákváðum við að taka fyrir átröskun og áskoranir í þeirri meðferð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, verkefnastjóri og ráðgjafi hjá BUGL. Barna- og unglingageðdeild stendur fyrir árlegri ráðstefnu sinni næsta föstudag í Salnum í Kópavogi og verða fjölmörg erindi flutt.
Nánar í Morgunblaðinu í dag.