Brýn nauðsyn að endurskoða hættuna á stórgosi

Horft til norðurs eftir Bárðarbungu. Mynd úr safni.
Horft til norðurs eftir Bárðarbungu. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Hraun úr eld­gosi á eld­stöðva­kerfi Bárðarbungu er það stærsta sem runnið hef­ur á jörðinni frá því ís­öld lauk, eða síðastliðin tíu þúsund ár. Fljót­in sem nú streyma með eða á hraun­inu mynda kjarn­ann í vatns­orku­virkj­un Íslands. Sú spurn­ing vakn­ar hversu viðkvæm vatns­orku­ver­in og uppistöðulón eru fyr­ir eld­gos­um í framtíðinni.

Þetta kem­ur fram í skrif­um Har­alds Sig­urðsson­ar eld­fjalla­fræðings, sem birt eru á vís­inda­vef Há­skóla Íslands.

At­hygli vís­inda­manna beind­ist enn á ný að Bárðarbungu fyrr í mánuðinum, þegar mik­il hrina skjálfta varð þar. Hafði annað eins ekki sést síðan í aðdrag­anda eld­goss­ins í Holu­hrauni árið 2014.

Haraldur Sigurðsson, prófessor emeritus í eldfjallafræði.
Har­ald­ur Sig­urðsson, pró­fess­or emer­it­us í eld­fjalla­fræði. mbl.is/​RAX

Eitt merk­asta eld­fjall jarðar

Har­ald­ur rifjar upp þá upp­götv­un um miðja síðustu öld, þegar það rann upp fyr­ir vís­inda­mönn­um hvaða kraft­ar leynd­ust í eld­stöðva­kerf­inu.

„Árið 1951 birt­ist grein í Les­bók Morg­un­blaðsins eft­ir ung­an jarðfræðing, Guðmund Kjart­ans­son. Þar lýs­ir hann miklu hrauni, sem hann nefn­ir Þjórsár­hraun og birt­ir fyrsta kortið af út­breiðslu unga hrauns­ins um Suður­land og alla leið á haf út hjá Stokks­eyri og Eyr­ar­bakka,“ skrif­ar Har­ald­ur.

„Við vit­um nú að Þjórsár­hraun er stærsta hraun sem runnið hef­ur á jörðinni síðan ís­öld­inni lauk, eða síðastliðin tíu þúsund ár. Hraunið á upp­tök sín í Helj­ar­gjá í Veiðivötn­um, en kvik­an kem­ur úr eld­stöðinni Bárðarbungu und­ir Vatna­jökli. Bárðarbunga varð þar með eitt merk­asta eld­fjall jarðar.“

Bend­ir hann á að þetta eld­gos hafi orðið fyr­ir um 8.000 árum og skilað kviku á yf­ir­borðið sem svaraði til yfir 25 rúm­kíló­metra, eða nær tvö­falt meira en upp kom í Skaft­áreld­um árið 1783.

Til sam­an­b­urðar komu upp 1,3 rúm­kíló­metr­ar af hraunkviku árið 2014 þegar Holu­hraun rann frá Bárðarbungu. Öll nýju gos­in á Reykja­nesskaga séu ör­smá í sam­an­b­urði við það.

Þetta kort fylgir grein Haralds og sýnir hraun sem runnið …
Þetta kort fylg­ir grein Har­alds og sýn­ir hraun sem runnið hafa úr eld­stöðva­kerfi Bárðarbungu suðvest­ur af eld­stöðinni sjálfri.

Sit­ur yfir möttulstrókn­um

Har­ald­ur held­ur áfram og tek­ur fram að þetta mikla eld­fjall sitji ná­kvæm­lega í miðjunni yfir heita reitn­um, eða möttulstrókn­um, sem ligg­ur í möttl­in­um und­ir jarðskorpu Íslands.

Á sín­um tíma hafi Þjórsár­hraun streymt um 140 km leið frá upp­tök­um og til sjáv­ar, en ekki sé vitað hve langt hraunið rann eft­ir hafs­botn­in­um sunn­an Íslands. Talið er að hraunið þeki yfir þúsund fer­kíló­metra og að meðalþykkt þess sé um 22 metr­ar.

„Kvik­an sem myndaði Þjórsár­hraun er frá Bárðarbungu eins og áður sagði, en gosið var í sprung­urima Bárðarbungu sem ligg­ur til suðvest­urs af öskj­unni miklu, í Helj­ar­gjá og Veiðivötn­um,“ skrif­ar Har­ald­ur.

Askja Bárðarbungu er um 65 fer­kíló­metr­ar að flat­ar­máli og nefn­ir eld­fjalla­fræðing­ur­inn að lög­un henn­ar sjá­ist best þegar jök­ull­inn er fjar­lægður, eins og á mynd Helga Björns­son­ar, jökla­fræðings og pró­fess­ors emer­it­us, frá ár­inu 2009.

Askja Bárðarbungu er um 65 ferkílómetrar að flatarmáli.
Askja Bárðarbungu er um 65 fer­kíló­metr­ar að flat­ar­máli. Mynd/​Helgi Björns­son

27 gos í suðvestri frá Bárðarbungu á sögu­leg­um tíma

„Þjórsár­hraunið hef­ur flæmst um Landsveit, Gnúp­verja­hrepp, Skeið og Flóa. Stærstu fljót Suður­lands, Þjórsá, Hvítá og Ölfusá streyma með jöðrum hrauns­ins.“

Talið sé að um 27 flæðigos hafi orðið á sögu­leg­um tíma inn­an eld­stöðva­kerf­is­ins sem ligg­ur suðvest­ur frá Bárðarbungu.

Til dæm­is eru nefnd Trölla­hraun sem rann árin 1862 til 1864, Frambruni á 13. öld, Vatna­öld­ur um árið 870, Veiðivatnagosið árið 1477 og fleiri á ár­un­um 1711 til 1729.

„Þjórsár­hraun valdi sinn far­veg til sjáv­ar eft­ir fljót­um sem voru fyr­ir í lands­lag­inu,“ skrif­ar Har­ald­ur.

Fjöldi mik­il­vægra virkj­ana

Loks bend­ir hann á að fljót­in sem nú streymi með eða á hraun­inu séu kjarn­inn í vatns­afls­virkj­un­um lands­ins.

„Þá vakn­ar spurn­ing um hversu viðkvæm eru vatns­orku­ver­in og uppistöðulón fyr­ir gos­um í framtíð,“ skrif­ar hann og nefn­ir eft­ir­tald­ar virkj­an­ir:

  • Búr­fells­stöð sem reist var á ár­un­um 1966 til 1972, 210 MW að stærð.
  • Sigöldu­stöð árið 1973, 150 MW að stærð.
  • Hraun­eyja­foss­stöð árið 1978, 210 MW að stærð.
  • Sult­ar­tanga­stöð árið 1999, 120 MW.
  • Vatns­fells­stöð árið 2001, 90 MW.
  • Búðar­háls­stöð árið 2014, 95 MW.

„Á teikni­borðinu eru þrjár til viðbót­ar; Hvamms­virkj­un, Holta­virkj­un og Urriðafoss­virkj­un.“

Brýn nauðsyn að end­ur­skoða málið

Fyrr á árum hafi lítið sem ekk­ert verið rætt um hættu sem virkj­un­um gæti stafað af hraun­rennsli. Þjórsár­hraun hafi verið talið svo gam­alt að slíkt gos var ekki tekið með í reikn­ing­inn.

„Slík risagos voru tal­in hafa mynd­ast fljót­lega eft­ir að jök­ulfarg­inu létti af land­inu strax eft­ir að ís­öld lauk og því ekki inn í mynd­inni í dag eða í ná­inni framtíð. Sú kenn­ing er við lýði enn í dag, en er þar með hægt að úti­loka stór hraungos frá Bárðarbungu­kerf­inu?“ skrif­ar Har­ald­ur.

Seg­ir hann það brýna nauðsyn að end­ur­skoða málið, ein­fald­lega vegna þess að það gæti verið svo mikið í húfi fyr­ir all­an orku­bú­skap Íslands.

„Það er ljóst að kvika held­ur áfram að safn­ast fyr­ir und­ir öskju Bárðarbungu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert