Fugladauði á Vestfjörðum

Segir Hlynur fugladauða orðin nokkuð algengan bæði á Vestfjörðum og …
Segir Hlynur fugladauða orðin nokkuð algengan bæði á Vestfjörðum og víða um land. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á Vest­fjörðum var til­kynnt um dauða og veika fugla í síðustu viku. Fugl­un­um var komið í viðeig­andi hend­ur.

Þetta skrifaði lög­regla í færslu á sam­fé­lags­miðlum.

Brýnt er þar fyr­ir fólki sem kem­ur að dauðum eða veik­um fugl­um að það hafi sam­band við neyðarlínu, 112, og gefi upp staðsetn­ingu þeirra. Skyn­sam­legt sé að láta það vera að taka þá með sér eða hand­fjatla með nokkru móti.

Þá er bent á að Mat­væla­stofn­un hafi með þenn­an mála­flokk að gera.

Fugla­dauði orðinn al­geng­ur víða

Hlyn­ur Haf­berg Snorra­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Vest­fjörðum, seg­ir í sam­tali við mbl.is að lög­regla hafi viljað minna fólk á það hver færi með mála­flokk­inn í kjöl­far fugla­dauða á Flat­eyri í síðustu viku.

Seg­ir Hlyn­ur slík­an fugla­dauða orðinn nokkuð al­geng­an bæði á Vest­fjörðum og víða um land.

Hann kveðst ekki vita hvort um fuglaflensu sé að ræða enda sé lög­regl­an ekki í því að skera úr um slíkt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert