Telst „lostugt athæfi“ í skilningi laga

Konan sendi meðal annars myndir sem sýndu getnaðarlim fyrrverandi eiginmanns …
Konan sendi meðal annars myndir sem sýndu getnaðarlim fyrrverandi eiginmanns síns og myndir sem sýndu brjóst annarrar konu á tvær aðrar konu. Ljósmynd/Colourbox

Hæstirétt­ur hef­ur staðfest að myndsend­ing konu til tveggja annarra kvenna telj­ist „lostugt at­hæfi“ í skiln­ingi laga, en hún sendi nekt­ar­mynd af þáver­andi eig­in­manni sín­um sem sýndi getnaðarlim hans, ásamt tveim­ur nekt­ar­mynd­um af konu sem sýndu brjóst henn­ar, án samþykk­is þeirra. 

Var þetta til þess fallið að særa blygðun­ar­semi manns­ins og kon­unn­ar.

Hæstirétt­ur staðfesti með þessu niður­stöðu Lands­rétt­ar, en kon­an taldi að at­hæfi sitt hefði ekki verið lostugt eða af kyn­ferðis­leg­um hvöt­um þar sem til­ætl­un henn­ar hafi ein­ung­is verið að vekja at­hygli á því hve nei­kvæð afstaða manns­ins væri til sona þeirra og hvernig hann ræddi um þá í sam­skipt­um við kon­una sem brjósta­mynd­irn­ar voru af.

Í dómi Hæsta­rétt­ar kem­ur fram að fólkið hafi verið gift og átt syni sam­an en mikið hafi gengið á í hjóna­band­inu. Flutti maður­inn út af heim­il­inu í lok júlí 2020 eft­ir að eig­in­kon­an til­kynnti að hún vildi skilnað. Þá lét hann einnig af störf­um hjá fyr­ir­tæki þar sem þau störfuðu sam­an.

Í ág­úst­mánuði skoðaði kon­an tölvu manns­ins sem hann hafði haft til umráða hjá fyr­ir­tæk­inu, en hún sagði ástæðu þess vera að hún teldi mann­inn hald­inn fíkn og viljað ráða fram úr því um hvers kon­ar fíkn væri að ræða.

Skoðaði hún sam­skipti hans á Messenger og fann þar texta­skila­boð milli manns­ins og annarr­ar konu sem hann hafði kynnst eitt­hvað fyrr. Sem fyrr seg­ir taldi kon­an sam­skipti þeirra fela í sér lít­ilsvirðingu við syni þeirra og tók hún ljós­mynd­ir af níu blaðsíðum af skila­boðum og sendi á tvær aðrar kon­ur, en einnig á eig­in­mann­inn fyrr­ver­andi. Með texta­skila­boðunum voru einnig þær mynd­ir sem um ræðir í mál­inu og ákært var fyr­ir að dreifa. Sagði kon­an þær mynd­ir hafa verið auka­atriði.

Hæstirétt­ur tek­ur ekki und­ir af­stöðu kon­unn­ar og vís­ar til þess að með „lostugu at­hæfi“ í skiln­ingi ákvæðis­ins er átt við at­höfn sem er af kyn­ferðis­leg­um toga en geng­ur skemmra en sam­ræði og önn­ur kyn­ferðismök.

Hafi Lands­rétt­ur lagt hlut­ræn­an mæli­kv­arða á það hvað telj­ist lostugt at­hæfi og að það sé ekki ráðandi þátt­ur við það mat af hvaða hvöt­um verknaður­inn er sprott­inn. For­dæmi séu um slíkt í fyrri dómi Hæsta­rétt­ar.

Bend­ir dóm­ur­inn á að kon­an hafi valið níu blaðsíður af um 100 sem hún hafði prentað út og sent þær á kon­urn­ar tvær. Því hafn­ar rétt­ur­inn þeim ástæðum kon­unn­ar að send­ing­in hafi stjórn­ast af reiði held­ur hafi send­ing­in verið af kyn­ferðis­leg­um toga. Því sé kom­in fram sönn­un um að hún hafi sýnt af sér lostugt at­hæfi og stend­ur því dóm­ur Lands­rétt­ar, en kon­an hafði hlotið þriggja mánaða skil­orðsbund­inn tóm.

Kon­unni hafði áður verið gert að greiða all­an sak­ar­kostnað, en hann var 3,3 millj­ón­ir í héraði, 1,7 millj­ón í Lands­rétti og við það bæt­ist nú 1,1 millj­ón fyr­ir Hæsta­rétti. Sam­tals rúm­lega 6,1 millj­ón.

 

htt­ps://​www.mbl.is/​frett­ir/​inn­lent/​2024/​03/​15/​sak­felld_­fyr­ir­_­lostugt_­at­haefi/

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert