Óttast afleiðingar af skertu aðgengi

Enn mun bílastæðum fækka verði áformin að veruleika.
Enn mun bílastæðum fækka verði áformin að veruleika. Morgunblaðið/Karítas

Fyr­ir­tækja­rek­end­ur við Suður­lands­braut lýsa mikl­um áhyggj­um af fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur sem miða að því að koma borg­ar­lín­unni fyr­ir á svæðinu þar sem nú er Suður­lands­braut.

Sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi drög­um að aðal­skipu­lagi til árs­ins 2040 er gert ráð fyr­ir tveim­ur miðsett­um ak­rein­um fyr­ir borg­ar­línu og að ak­rein­ar fyr­ir al­menna um­ferð verði aðeins ein í hvora átt. Leiðir það til helm­ings­sam­drátt­ar í aðgengi einka­bíls­ins á svæðinu, verði verk­efnið að veru­leika.

Þá sýn­ir sniðmynd, sem fylg­ir fyrr­nefnd­um drög­um að borg­ar­lín­unni, að henni, ásamt göngu- og hjóla­stíg­um, verður ekki komið fyr­ir með öðru móti en því að sneiða stór­an hluta af nú­ver­andi bíla­stæða við Suður­lands­braut, meðal ann­ars fyr­ir fram­an Hilt­on Reykja­vik Nordica, höfuðstöðvar fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Sýn­ar, og þannig mætti áfram telja. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert