Þriggja bíla árekstur á Vesturlandsvegi

Ljósmynd/Daníel Tryggvi

Þrjú um­ferðaró­höpp urðu á Vest­ur­lands­vegi á skömm­um tíma nú rétt eft­ir há­degi. Þar á meðal þriggja bíla árekst­ur fyr­ir neðan Grafar­holtið.

Að sögn sjón­ar­votts rann lít­ill fólks­bíll til í hjól­för­um og keyrði inn í hliðina á öðrum bíl. Sá snér­ist á veg­in­um og fékk þá jeppa fram­an á sig. Draga þurfti tvo af bíl­un­um af vett­vangi.

Árni Friðleifs­son, aðal­varðstjóri hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfest­ir árekst­ur­inn í sam­tali við mbl.is en hef­ur ekki frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu, aðrar en að lög­regl­an er á vett­vangi.

Ljós­mynd/​Daní­el Tryggvi

Að sögn sjón­ar­votts virt­ust þó ekki hafa orðið slys á fólki.

Þá fór bíll út af veg­in­um við Kor­p­úlfsstaðaveg.

Þriðja óhappið var þess eðlis að ökumaður missti bíl sinn út af veg­in­um í vind­hviðu á Kjal­ar­nesi, rétt við Hval­fjarðargöng­in.

Árni seg­ir viðbúið að ein­hverj­ar um­ferðartaf­ir verði vegna óhapp­anna og slæmr­ar færðar.

„Það er skíta­veður, það er bara svo­leiðis.“

Þá seg­ir hann mega gera ráð fyr­ir þungri um­ferð síðdeg­is, upp úr þrjú, hálf­fjög­ur vegna aðstæðna í gatna­kerf­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert