Togast á um vistarverur í Alþingishúsi

Þingflokksherbergi sjálfstæðismanna, sem þeir hafa haldið í 84 ár, er …
Þingflokksherbergi sjálfstæðismanna, sem þeir hafa haldið í 84 ár, er málað bláum lit og þar hanga málverk af formönnum og þingforsetum. mbl.is

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar hef­ur gert kröfu um að fá út­hlutað stærsta þing­flokks­her­berg­inu í Alþing­is­hús­inu í krafti stærðar sinn­ar, en svo vill til að það er þing­flokks­her­bergi Sjálf­stæðis­flokks.

Sjálf­stæðis­menn taka þessu fjarri, segja enga þörf á því að þeir rými þing­flokks­her­bergið og að rof­in verði 84 ára sögu­leg teng­ing; í þing­hús­inu sé að finna fleiri sal­arkynni sem rúmi mun stærri þing­flokka en Sam­fylk­ing­in hafi yfir að ráða.

Sam­fylk­ing­in fékk 15 þing­menn kjörna í nýliðnum kosn­ing­um en Sjálf­stæðis­flokk­ur 14.

And­mæla kröfu Sam­fylk­ing­ar

„Jú, skrif­stofu­stjóri Alþing­is sendi mér í upp­hafi mánaðar­ins er­indi um að Sam­fylk­ing­in hefði óskað eft­ir að fá út­hlutað stærsta þing­flokks­her­berg­inu í Alþing­is­hús­inu,“ staðfest­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir þing­flokks­formaður sjálf­stæðismanna í sam­tali við Morg­un­blaðið.

„Stærsta þing­flokks­her­bergið í Alþing­is­hús­inu er vissu­lega þing­flokks­her­bergi Sjálf­stæðis­flokks­ins, en hann hef­ur haft það sem þing­flokks­her­bergi sitt í meira en átta­tíu ár, frá 1941.“

Hild­ur kveðst hafa sent Rögnu Árna­dótt­ur skrif­stofu­stjóra Alþing­is at­huga­semd­ir sín­ar, þar sem krafa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sé ekki í sam­ræmi við regl­ur for­sæt­is­nefnd­ar um út­hlut­un þing­flokks­her­bergja.

Regl­ur voru um það sett­ar fyr­ir margt löngu, enda ger­ist það í hverj­um kosn­ing­um að þing­flokk­ar stækka og minnka án þess að ástæða þyki til þess að út­hýsa þeim. Í regl­un­um seg­ir að al­mennt sé miðað að því að þing­flokk­ar haldi þing­flokks­her­bergj­um sín­um nema nauðsyn annarra og stærri þing­flokka kalli á breyt­ing­ar.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert