Andlát: Ólöf Tara Harðardóttir

Ólöf Tara Harðardóttir er látin.
Ólöf Tara Harðardóttir er látin.

Ólöf Tara Harðardótt­ir bar­áttu­kona er lát­in. Hún lést á heim­ili sínu í Reykja­vík aðfaranótt fimmtu­dags­ins 30. janú­ar. 

Ólöf Tara var fædd í Reykja­vík 9. mars 1990 og var því á 35. ald­ursári. For­eldr­ar henn­ar eru Tinna Arn­ar­dótt­ir og Hörður Örn Harðar­son.

Í til­kynn­ingu frá aðstand­end­um Ólaf­ar Töru seg­ir að hún hafi verið kraft­mik­il í bar­átt­unni gegn kyn­bundnu of­beldi og kom að stofn­un tveggja sam­taka, Öfga og Vit­und­ar, sem börðust öt­ul­lega fyr­ir breyt­ing­um í þágu þolenda of­beld­is. Með Öfgum hlaut Ólöf Tara fjöl­mörg verðlaun fyr­ir vinnu sína, þar á meðal frá Mann­rétt­inda­skrif­stofu Íslands, og hélt mörg er­indi í tengsl­um við kyn­bundið of­beldi.

Öfgar ávörpuðu m.a. Sam­einuðu þjóðirn­ar um kvenna­sátt­mál­ann og funduðu með full­trú­um Evr­ópuráðsins um for­varn­ir og bar­áttu gegn of­beldi gegn kon­um og heim­il­isof­beldi. Helstu bar­áttu­mál Ólaf­ar Töru voru m.a byrlan­ir og kven­morð en hún lagði mikl­ar áhersl­ur í þeim mál­efn­um í sinni vinnu.

Sam­hliða bar­áttu­störf­um sín­um rak Ólöf Tara eigið fyr­ir­tæki þar sem hún sinnti þjálf­un sem var sér­sniðin að þörf­um kvenna.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir einnig:

„Ólöf Tara bjó lengi við of­beldi í nánu sam­bandi og mótaði það hana mikið. Hún helgaði síðustu ár lífs síns bar­áttu gegn of­beldi og breytt­um hugs­un­ar­hætti þjóðfé­lags­ins í þeim efn­um. En sár­in rista djúpt og féll Ólöf Tara fyr­ir eig­in hendi.

Það er ein­læg ósk aðstand­enda henn­ar að breyt­inga megi áfram vænta, að bar­átt­an haldi áfram og skili ár­angri, að dóma­fram­kvæmd breyt­ist og að sam­fé­lagið okk­ar sam­ein­ist um að of­beldi verði ekki liðið, aldrei! Þörf er á ein­læg­um sam­skipt­um fólks, án upp­hróp­ana og hleypi­dóma. Þörf er á um­hyggju, vænt­umþykju og hlut­tekn­ingu. Tök­um utan um hvert annað í stað þess að taka hvert á öðru.

Aðstand­end­ur minna á að þeir sem eiga um sárt að binda og hafa sjálfs­vígs­hugs­an­ir hafa alltaf stuðning og von. Bent er á Píeta sam­tök­in í síma 552-2218 og hjálp­arsíma Rauða kross­ins, 1717.

Þeim sem vilja kynna sér nán­ar bar­áttu­störf Ólaf­ar Töru með Öfgum, er bent á Instra­gram.com/​ofgarofg­ar.“

Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða hafi sam­band við Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717, eða á net­spjalli 1717.is, við hjúkr­un­ar­fræðing í net­spjalli á heilsu­vera.is eða við ráðgjafa í síma Píeta-sam­tak­anna s. 552-2218. Píeta-sam­tök­in bjóða einnig upp á ráðgjöf og stuðning fyr­ir aðstand­end­ur þeirra sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir.

Fyr­ir þau sem misst hafa ást­vin í sjálfs­vígi bend­ir land­læknisembættið á stuðning í sorg hjá Sorg­armiðstöðinni í síma 551-4141 og hjá Píeta-sam­tök­un­um í síma 552-2218.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert