Funduðu vegna aukinnar skjálftavirkni við Grjótárvatn

Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla á Snæfellsnesi.
Grjótárvatn er innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla á Snæfellsnesi. mbl.is/Árni Sæberg

Al­manna­varna­nefnd Vest­ur­lands, ásamt full­trú­um lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins á Vest­ur­landi, fundaði með sér­fræðing­um frá Veður­stofu Íslands og al­manna­vörn­um rík­is­lög­reglu­stjóra á dög­un­um vegna auk­inn­ar jarðskjálfta­virkni við Grjótár­vatn á Mýr­um.

Fram kem­ur á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar að á fund­in­um hafi al­manna­varn­ar­nefnd Vest­ur­lands fengið góða kynn­ingu á stöðu mála og viðbrögð við þeim vanga­velt­um sem á full­trú­um lands­hlut­ans brunnu.

Grein­ing­ar á gervi­tung­la­gögn­um frá 2019 til sum­ars­ins 2024 sýna ekki mæl­an­lega af­lög­un á yf­ir­borði, en hins veg­ar seg­ir þar að í ljósi auk­inn­ar virkni virkni og vís­bend­inga um kvikuinn­skot á tals­verðu dýpi hafi vökt­un­arstig á svæðinu verið hækkað.

Al­manna­varn­ar­deild mun í kjöl­far fund­ar­ins fara yfir mál­in með full­trú­um al­manna­varna og upp­færa viðbrags­áætlan­ir sín­ar þó svo að ekki sé tal­in hætta á ferðum, a.m.k. að svo stöddu.

Grjótár­vatn er inn­an eld­stöðva­kerf­is Ljósu­fjalla á Snæ­fellsnesi. Tölu­verð skjálfta­virkni hef­ur verið á þessu svæði og yfir 200 jarðskjálft­ar hafa mælst í Ljósu­fjalla­kerf­inu frá ára­mót­um.

Veður­stofa Íslands kom GPS-mæli fyr­ir í Hít­ar­dal í sept­em­ber á síðasta ári til að auka vökt­un á Snæ­fellsnesi. Var það meðal ann­ars gert vegna auk­inn­ar virkni í Ljósu­fjalla­kerf­inu, en upp­tök skjálft­anna eru á milli tveggja vatna, Grótár­vatns og Há­leiks­vatns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert