Lífsstílssjúkdómar vaxandi vandi

Hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna; að fá súrefni í lungun …
Hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna; að fá súrefni í lungun og blóðið á hreyfingu. Allt lifnar við. Morgunblaðið/Eggert

„Lífsstílssjúkdómar eru farnir að skapa verulegan þunga á allt heilbrigðiskerfið, það er kvillar sem eru ekki af völdum slysa eða sýkinga,“ segir Kjartan Hrafn Loftsson læknir.

Sjúkdómar sem leiða af lífi og daglegri breytni fólks voru meðal þess sem til umfjöllunar var á Læknadögum. Þar hittust læknar landsins; fluttu erindi og rökræddu nýjustu viðhorf og þekkingu. Og þarna voru sjúkdómar sem stafa af lífsstíl sérstaklega í deiglu. Í því sambandi má nefna hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki af tegund 2, offitu, ýmis krabbamein, langvinna lungnasjúkdóma og jafnvel geðræna kvilla eins og þunglyndi og kvíða.

Kenna fólki hvað líkaminn þarf til að starfa

„Þetta eru sjúkdómar og kvillar sem stýrast mikið af umhverfi okkar og hegðun, í samspili við genin. Samfélagið hefur mikið að segja um þróun þessara sjúkdóma. Tökum sem dæmi reykingar hér áður fyrr; þær voru algengar og voru samþykktar í samfélaginu. Eða eins og í dag, hvernig fæða er aðgengileg og samþykkt í samfélaginu; til dæmis skólanesti fyrir börnin,“ segir Kjartan og heldur áfram:

„Um 80% af kostnaði sem til fellur í heilbrigðiskerfinu fara í að sinna þessum kvillum. Og þetta snýr mest að því að grípa fólk þegar í óefni er komið. Nær væri því að tala um sjúkdómakerfi. Það vantar meiri áherslu á að kenna fólki og heila þess hvað líkaminn þarf til að starfa og virka vel.“

Kjartan Hrafn er meðal þeirra sem nú standa að stofnun Félags lífsstílslækninga. Þar mynda kjarna nokkrir einstaklingar sem sérstaklega hafa sinnt lífsstílslækningum en þeim lýsir viðmælandi okkar sem vísindalegri nálgun.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert