Máli foreldra gegn kennurum vísað frá

Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur vísað kröfu for­eldra gegn Kenn­ara­sam­bandi Íslands um að verk­fallsaðgerðir sem beind­ust að fjór­um leik­skól­um hafi verið ólög­mæt­ar frá dómi en úr­sk­urður var kveðinn upp rétt í þessu. Sam­bandið var einnig sýknað af miska­bóta­kröfu for­eldr­anna. 

Aðalmeðferð máls­ins var á miðviku­dag og fékk málið flýtimeðferð. 

For­saga máls­ins er að hóp­ur for­eldra barna á þeim fjór­um leik­skól­um þar sem farið var í ótíma­bundn­ar verk­fallsaðgerðir ákvað að stefna Kenn­ara­sam­band­inu til að fá úr skorið hvort aðgerðirn­ar stæðust lög.

Um er að ræða leik­skól­ana Drafnar­stein í Reykja­vík, Holt í Reykja­nes­bæ, Ársali á Sauðár­króki og leik­skóla Seltjarn­ar­ness.

Gísli Guðni Hall lögmaður les úrskurðinn.
Gísli Guðni Hall lögmaður les úr­sk­urðinn. mbl.is/​Eyþór

Úrsk­urður­inn þýðir að verk­fallsaðgerðir kenn­ara munu hefjast á ný á morg­un nema að samþykkt verði inn­an­hústil­laga rík­is­sátta­semj­ara sem lögð var fram í gær. Hafa samn­inga­nefnd­ir til klukk­an 13 á morg­un til þess að taka af­stöðu til til­ög­unn­ar. 

Verði til­lög­unni neitað verður starf­semi í leik­skól­un­um lögð niður en auk þess mun verk­fallið ná til tíu annarra leik­skóla og sjö grunn­skóla.

Verk­fallsaðgerðirn­ar í grunn­skól­un­um verða tíma­bundn­ar en sem fyrr verða þær ótíma­bundn­ar í leik­skól­un­um.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

Úr dómsal í dag.
Úr dómsal í dag. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert