Vilhjálmur fær nefndarformennsku

Vilhjálmur Árnason verður for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar, á kom­andi kjörtímabili. …
Vilhjálmur Árnason verður for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefndar, á kom­andi kjörtímabili. Hefð er fyrir að for­mennska þeirrar nefnd­ar sé á for­ræði stjórn­ar­and­stöðunn­ar. mbl.is/Hallur Már

Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, verður for­maður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar, en hefð er fyr­ir að for­mennska þeirr­ar nefnd­ar sé á for­ræði stjórn­ar­and­stöðunn­ar.

Nú verður Alþingi sett á þriðju­dag­inn og var til­laga Hild­ar Sverr­is­dótt­ur, þing­flokks­for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um nefnda­skip­an þing­manna flokks­ins fyr­ir kom­andi kjör­tíma­bil samþykkt ein­róma á þing­flokks­fundi í morg­un.

Þá verður Bryn­dís Har­alds­dótt­ir fyrsti vara­for­seti Alþing­is og Guðrún Haf­steins­dótt­ir vara­formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Sjálf­stæðis­flokkn­um.

Nefnda­skip­an Sjálf­stæðis­flokks­ins

Guðrún Haf­steins­dótt­ir verður vara­formaður alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar og mun Jón Pét­ur Zimsen einnig sitja í nefnd­inni.

Jón Gunn­ars­son verður ann­ar vara­formaður at­vinnu­vega­nefnd­ar og með hon­um í nefnd­inni mun Njáll Trausti Friðberts­son sitja.

Vil­hjálm­ur Árna­son og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir munu sitja í efna­hags- og viðskipta­nefnd.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son munu sitja í fjár­laga­nefnd.

Líkt og fram kom verður Bryn­dís Har­alds­dótt­ir fyrsti vara­for­seti í for­sæt­is­nefnd.

Þá munu Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Jón Pét­ur Zimsen sitja í framtíðar­nefnd.

Jens Garðar Helga­son og Ólaf­ur Ad­olfs­son munu sitja í um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd.

Vil­hjálm­ur Árna­son verður formaður stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar og með hon­um mun Bryn­dís Har­alds­dótt­ir sitja.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir verður ann­ar vara­formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og mun Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir einnig sitja í nefnd­inni.

Njáll Trausti Friðberts­son og Rósa Guðbjarts­dótt­ir munu sitja í vel­ferðar­nefnd.

Hvað varðar Íslands­deild­ir munu Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Bryn­dís Har­alds­dótt­ir sitja í Norður­landaráði.

Þá verður Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir vara­formaður þing­manna­nefnd­ar EFTA og EES.

Guðrún Haf­steins­dótt­ir og Guðlaug­ur Þór Þórðar­son munu sitja í Vestn­or­ræna ráðinu og 

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir í Alþjóðaþing­manna­sam­band­inu.

Þá verður Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir vara­formaður á NATO-þingi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert