Byggingarfulltrúi tekur frumkvæði með verkstöðvun

Framkvæmdin við kjötvinnsluna hefur verið stöðvuð.
Framkvæmdin við kjötvinnsluna hefur verið stöðvuð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Að sjálf­sögðu gleðjast Bú­seti og íbú­ar við Árskóga yfir þeim tíðind­um að bygg­ing­ar­full­trúi hafi stöðvað fram­kvæmd­ir við kjötvinnslu í vöru­hús­inu við Álfa­bakka,“ seg­ir Bjarni Þór Þórólfs­son fram­kvæmda­stjóri Bú­seta.

Hann rifjar upp þá skoðun Bú­seta og fjölda annarra að stöðva ætti fram­kvæmd­ir með öllu á meðan málið verði til lykta leitt. Fram hafi komið í til­kynn­ingu bygg­ing­ar­full­trú­ans að embættið muni taka ákvörðun um fram­hald máls­ins að viku liðinni. Og hann bindi von­ir við að bygg­ing­ar­full­trúi stöðvi þá fram­kvæmd­ir al­farið.

„Þessi ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa, svo langt sem hún nær, er skyn­sam­leg að okk­ar mati, enda vega um­hverf­isáhrif þungt. Það er ein­mitt mik­il­vægt að átta sig á hversu rangt það er að starf­rækja stærðar­inn­ar kjötvinnslu á þess­um stað og einnig að hafa í huga að aldrei var gert ráð fyr­ir mann­virki af þess­ari stærðargráðu á lóðinni.“

Bjarni seg­ir að heild­ar­rúm­mál skemm­unn­ar sé yfir 90.000 rúm­metr­ar.

„Þessi um­svif eru ekki í neinu sam­ræmi við fyrri áform, eins og þekkt er. Eðli fyr­ir­hugaðrar starf­semi al­mennt litið er með þeim hætti að hún á ekki er­indi í íbúðabyggð,“ seg­ir Bjarni Þór.

Bygg­ing­ar­leyfið var óheim­ilt

Í bréfi bygg­ing­ar­full­trú­ans í Reykja­vík til úr­sk­urðar­nefnd­ar um­hverf­is- og auðlinda­mála er viður­kennt að mis­tök hafi verið gerð við út­gáfu bygg­ing­ar­leyf­is­ins við Álfa­bakka 2 og til­kynnt að hann hafi stöðvað fram­kvæmd­ir við þann hluta húss­ins sem kjötvinnsl­an er áformuð í.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert