Hæpin stjórnsýsla meirihlutans

Samkomulag hefur ríkt frá síðasta kjörtímabili um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi …
Samkomulag hefur ríkt frá síðasta kjörtímabili um að Sjálfstæðisflokkurinn eigi annað mál á dagskrá borgarstjórnarfundar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Marta Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi flokks­ins í for­sæt­is­nefnd, furðar sig á þeirri ákvörðun Þór­dís­ar Lóu Þór­halls­dótt­ur for­seta borg­ar­stjórn­ar að hliðra til mál­um fyr­ir næsta borg­ar­stjórn­ar­fund, sem er á dag­skrá næsta þriðju­dag, í stað þess að fylgja þeirri röðun sem flokk­ur­inn hafði óskað eft­ir.

Sam­komu­lag hef­ur ríkt frá síðasta kjör­tíma­bili um að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn eigi annað mál á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar. Flokk­ur­inn hafði óskað eft­ir því við for­sæt­is­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar að annað mál til umræðu á næsta borg­ar­stjórn­ar­fundi yrði um kostnaðarmat á mögu­leg­um sviðsmynd­um varðandi framtíð græna vöru­húss­ins við Álfa­bakka, líkt og greint var frá í blaðinu á miðviku­dag.

Marta seg­ir að eft­ir að frétt­in birt­ist í blaðinu á miðviku­dag hafi Þór­dís Lóa sett sig í sam­band við Björn Gísla­son, borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins og flytj­anda til­lög­unn­ar, og til­kynnt hon­um að málið yrði sett aft­ast á dag­skrá fund­ar­ins þar sem það heyrði ekki und­ir at­vinnu­mál, sem á að vera þema fund­ar­ins. Málið mun því ólík­lega koma til umræðu á fund­in­um þar sem svo mörg mál eru á dag­skrá. Marta seg­ir aug­ljóst að meiri­hlut­inn sé að reyna að koma í veg fyr­ir umræðu um óþægi­legt mál fyr­ir hann.

Marta er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í forsætisnefnd.
Marta er borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi flokks­ins í for­sæt­is­nefnd. Ljós­mynd/​Aðsend

Til­lag­an um Álfa­bakka var hins veg­ar ekki eina málið sem var hliðrað til á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar held­ur hafði flokk­ur­inn einnig óskað eft­ir því að næsta til­laga sem hann flytti yrði um að tryggja at­vinnu­starf­semi á flug­vall­ar­svæðinu í Vatns­mýri. Það var einnig fært aft­ast á dag­skrá fund­ar­ins með sömu rök­um og hið fyrr­nefnda.

Í bók­un for­sæt­is­nefnd­ar seg­ir Þór­dís Lóa að ekk­ert óeðli­legt sé við það að for­seti borg­ar­stjórn­ar setji sig í sam­band við borg­ar­full­trúa úr öll­um flokk­um við und­ir­bún­ing borg­ar­stjórn­ar­funda og upp­lýsi um röð mála eða hver tímaröð gæti verið, auk þess sem for­set­inn upp­lýsi um ef lík­legt er að mál frest­ist ef tím­arammi fund­ar­ins er slík­ur.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert